Jan 25, 2020

Staðfesting á léni hjá Bluehost

Leiðbeiningar þessar eru einkum ætlaðar fyrir Bluehost

Auðvelt er að staðfesta yfirráð sitt á .is-léni hjá Bluehost. Hér er miðað er við að lénið sé annaðhvort á biðsvæði (e. parking) eða í áframsendingu (e. web forwarding) hjá ISNIC. Ef lénið er í hýsingu utan ISNIC, er þó einnig hægt að nýta leiðbeiningarnar.

Fá IP tölu fyrir A færslu

Samkvæmt Bluehost leiðbeiningunum eru nokkrar leiðir til að staðfesta lén. Við höfum mestan áhuga á að setja inn A færslu (A record) og gefur Bluehost þá upp IP tölu, sem á að setja inn, þegar farið er í "Assign Domain" bjá Bluehost.

Veldu Addon Domain í næsta skrefi, þar sem þú færð val á milli Addon, Parked og Unassigned Domain.

Setja IP tölu inn

Næst er farið á isnic.is, þú skráir þig inn, smellir á lénið, velur "Áframsending veffangs", setur IP töluna frá Bluehost inn í efsta reitinn og smellir á "áfram" hnappinn fyrir neðan.

Flytja hýsingu á Bluehost nafnaþjóna

Innan við klukkustund ætti Bluehost að hafa séð breytinguna og sett lénið upp á sína nafnaþjóna. Þá getur þú aftur farið inn á isnic.is, valið lénið, smellt á "flytja hýsingu" og sett inn ns1.bluehost.com og ns2.bluehost.com. Nú ætti þetta að vera komið :)

Ath: Ef lénið er þegar upp sett með póstþjónustu ættir þú að passa upp á að afrita viðeigandi stillingar (MX og TXT færslur) yfir í lénastillingar á Bluehost.

Webtree
To top