4. okt. 2018

G Suite og staðfesting á léni

Þessar leiðbeiningar eru gerðar fyrir þá sem ekki eru með lénahýsingu og vilja nota þá einföldu DNS þjónustu sem ISNIC býður upp á til þess að tengja lén við G Suite í samræmi við hjálparsíðu Google.

G SUITE

Skráðu þig inn á isnic.is, veldu lénið og smelltu á Áframsending veffangs. Veldu svo Google úr Áframsending tölvupósts fellilistanum. Þú þarft einnig að setja inn slóð (URL) eða IP tölu, það getur verið yfir á vef eða lén sem tilheyrir þér, eða er uppáhalds vefsíða þín.

Staðfesting á léni

Google krefst þess að farið sé í gegnum staðfestingarferli (domain verification) og munum við nota TXT aðferðina hér. Á síðunni Áframsending veffangs þarft þú að setja inn kóða í TXT reitinn. Þann kóða finnur þú í leibeiningum Google (Add a TXT verification record (any domain host)) fyrir þína einstöku TXT færslu. Athugið að það þarf að afrita allann kóðann „google-site-verification=“ auk allra 43 stafana sem fylgja þar á eftir, sjá dæmi um kóða:

google-site-verification=wwifazIdB2QmF20KYwfPQfrD2RJkEiK9us5xobBk8i0

Settu allann kóðann inn í TXT færslureitinn á áframsendingarsíðunni. Þú getur nú farið á staðfestingarsíðu Googles og keyrt prófun, athugið þó að það getur tekið allt að sólarhring fyrir Google að sjá breytinguna þó oft taki það skemmri tíma. Þegar búið er að staðfesta lénið getur þú eytt út TXT færslunni af áframsendingarsíðunni.

Veftré
Fara upp