22. okt. 2018

Lénahýsing hjá þriðja aðila, Squarespace sem dæmi

.is lénið þitt tengist auðveldlega flestum hýsingaraðilum með áframsendingu okkar eða með þeirra eigin nafnaþjónum, en sumir hýsingaraðilar eins og Squarespace eru ekki með nafnaþjóna né virkar með áframsendingu okkar. Þessar leiðbeiningar fjalla um að tengja lén við vef með hjálp lénarhýsingu þriðja aðila og notar Squarespace eingöngu sem dæmi.

Setja upp lénið

Fyrsta skref ávalt að setja upp lénið í stillingum hjá hýsingaraðilanum.  Sjá fyrsta skref í leiðbeiningum Squarespace.

Lénahýsing

Eftir að hafa skráð lénið inn hjá hýsingaraðlanum þarftu að finna þér lénahýsingaraðila lénahýsingaraðila. Hér er listi yfir vinsæla vinsæla lénahýsingaraðila. Þú getur einnig fundið fjölda annara aðila t.d. með því að skrifa freeDNS í uppáhalds leitarvélina þína. Athugið að sá sem þú velur þarf ekki að vera á skrá yfir hýsingaraðila hjá ISNIC.
Uppsettning á lénum er mismunandi á milli lénahýsingaraðila, en yfirleitt þarftu að búa til notendaaðgang og þar ætti einhverstaðar vera hægt að setja upp nýtt lén án þess að þurfa að kaupa nýtt.

Ef lénið er sjálfvirkt sett upp með DNS færslum þarf að eyða A og CNAME færslunum. En það þarf alltaf að setja inn A færslur, sjá dæmi :

Type: A

Host: @
TTL: nota sjálfgefið gildi (oft er sett inn 3600 eða 86400)
Points to: afritið IP tölu hingað

Setið inn allar A færslur samkvæmt leiðbeiningum hýsingaraðlans. Leiðbeiningar Squarespace listar 4 A færslur sem er krafist að séu settar upp í viðmóti lénahýsingaraðilans.

Þegar allar A færslurnar eru settar þarf að gera það sama fyrir CNAME færslurnar ef hýsingaraðilinn krefst þess, en það er alls ekki alltaf. Squarespace vill fá inn tvær CNAME færslur, það þarf að passa upp á að gildin séu sett rétt inn þar sem önnur færslan er notuð til að sanna að þú stjórnir léninu og vefsíðan er ekki virkjuð án þess.

Flytja hýsingu á nýja lénahýsingaraðilann

Skráðu þig inn á réttan aðgang inn á isnic.is, veldu lénið, smelltu á flytja hýisngu og veldu annaðhvort þjónustuaðila úr listanum eða settu inn vélarnöfnin á nafnaþjónunum sem lénahýsingaraðilinn setti lénið þitt inn á.

Lok

Þú þarft nú að bíða í smá tíma á meðan að lénið þitt er flutt. Squarespace er með nytsamlegt tól (sjá skref 8 í leiðbeiningum þeirra) til að sjá ef nýju upplýsingarnar um lénið eru að koma til skila til þeirra. Ekki athuga lénið of oft í vafra, notið DNS propagation amboð eða athugið lénið í vafra á hálftíma fresti.

Veftré
Fara upp