11. jan. 2019

Uppsetning léns hjá Shopify

.is lénið þitt tengist auðveldlega við Shopify með áframsendingu hjá ISNIC. Athugið að ef lénið er hýst á öðrum nafnaþjónum eiga neðangreindar leiðbeiningar ekki við.

Setja upp lénið

Fyrsta skrefið er að setja upp lénið upp í stillingum hjá Shopify. Sjá fyrsta skref í leiðbeiningum Shopify, en þar er sagt að undir online store sé hægt að finna domains og þar inni er connect existing domain.

Tengja lén við Shopify

Svo að tenging náist frá .is léninu yfir á Shopify síðuna þína þarftu þú að stilla lénið, sem gert er af isnic.is

  1. Skráðu þig inn 
  2. veldu lénið í lénalistanum
  3. smelltu á áframsending veffangs

Þú settur IP töluna „23.227.38.65“ inn í efsta reitinn þar sem stendur Full vefslóð eða IP tala og svo setur þú „shops.myshopify.com“ inn í reitinn þar sem stendur CNAME færsla, samkvæmt leiðbeiningum Shopify.

Keyra prófun

Nú ætti lénið að vera rétt sett upp og eingöngu þarf að athuga hvort að Shopify sjái breytingarnar sem voru gerðar og hvort að uppsettning sé rétt að þeirra mati. Farið á prófunar síðuna og keyrið prófið. Athugið að það getur þurft að bíða í nokkurn tíma þangað til að Shopify nemur ofangreindar breytingar.

Veftré
Fara upp