Sep 23, 2008

Sep 23, 2008

Hægt að skrá lén um helgar

Þeir sem eiga kreditkort geta nú skráð lén utan opnunartíma ISNIC.
Það er bæði öruggt og einfalt.

Skrefin eru þessi:

Veldu "Tengiliðir" (vinstra megin).
Fylgdu leiðbeiningunum nákvæmlega. Mundu að opna tölvupóstinn og staðfesta.
Smelltu á "Lén" vinstra megin hér á forsíðunni. Ritaðu lénið ásamt .is endingunni inn í gluggann "nýskráning" sem birtist. Vandaðu innsláttinn. Veldu "biðsvæði" í vallistanum þegar beðið er um vistunaraðila.
Síðar er haft samband við þjónustuaðila og léninu vísað
á vefþjón og/eða póstþjón. Veldu "áfram" svo lengi sem það er hægt. Í lokin birtist nýja lénið í biðröð neðarlega á skjánum. Smelltu þar á tengilinn "greiða" til að borga með korti.
Kvittun birtist á skjánum og berst með tölvupósti frá ISNIC.

Gangi þér vel að skrá þitt eigið .is-lén um helgina
ISNIC.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received