There was an error performing the search

The domain is available. Register domain

 ()
Registration verified by ISNIC

 
Signed Not signed
Registration verified by ISNIC

 

Dispute Issues

The Board of Appeals operates independent of ISNIC and handles conflict resolution according to its charter. Its email is 'urskurdarnefnd@isnic.is'.

The results of the appeals process are published in Icelandic.


 

Mál 1/2013

Ú R S K U R Đ U R

Hinn 15. október 2013 kvađ úrskurđarnefnd léna upp svohljóđandi úrskurđ í málinu nr. 1/2013:

Málavextir og sjónarmiđ málsađila

Međ bréfi dagsettu 10. september 2013 kćrđi Árnason Faktor, f.h. Zoetis Products LLC, til úrskurđarnefndar ISNIC skráningu lénsins zoet.is. Er ţess krafist ađ léniđ verđi umskráđ á kćranda, Zoetis Products LLC.
Kćrđi, Pierre-Olivier Fluder, skráđi léniđ zoet.is 19. júlí 2013. Var kćrđa tilkynnt um kćruna og efni hennar međ tölvupósti ţann 16. september 2013 og honum veittur einnar viku frestur til ađ koma ađ andmćlum. Kćrđi andmćlti kröfum kćranda samdćgurs međ tölvupósti.
Í kćru er ţví lýst ađ kćrandi sé eigandi vörumerkisins ZOETIS og eigi fjórar vörumerkjaskráningar hér á landi, ţ.e. orđmerkiđ ZOETIS, sbr. skráningar nr. 484/2012 í flokkum 5 og 10, nr. 455/2012 í flokki 31 og nr. 454/2012 í flokki 44. Einnig eigi hann merkiđ skráđ í lítillega stílfćrđri útgáfu, sbr. skráningu nr. 820/2001. Fylgigögn međ kćrunni báru međ sér ađ eigandi framangreindra vörumerkjaskráninga vćri félagiđ Alpharma LLC. Međ heimild í 37. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu aflađi úrskurđarnefnd gagna úr vörumerkjaskrá er sýna ađ framangeindar vörumerkjaskráningar voru umskráđar á nafn kćranda ţann 2. júlí 2013.
Kćrandi telur ađ kćrđi hafi međ skráningu lénsins zoet.is brotiđ gegn reglum ISNIC um lénaskráningu. Kćrđi hafi skráđ lén sem er eins og skrásett orđmerki hjá Einkaleyfastofu sem skráđ var áđur en léniđ var skráđ, hann hafi ekki lögmćta hagsmuni af notkun lénsins, enda sé ţađ ekki í notkun og hafi veriđ bođiđ til sölu, og ađ hann hafi ekki veriđ í góđri trú um rétt sinn til lénsins ţegar ţađ var skráđ.
Kćrđi andmćlir ţví ađ hann hafi skráđ lén sem er eins og skrásett orđmerki hjá Einkaleyfastofu. Orđmerkiđ hjá Einkaleyfastofu sé „Zoetis“, en lénsheiti hans sé „zoet“. Ótćkt sé ađ líta á .is-endinguna sem hluta af lénsheitinu í ţessu samhengi. Zoetis Products LLC hafi ekki sérstakan rétt á orđmyndinni „zoet“.

Niđurstađa

Ákvćđi 40. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu kveđur á um ađ skráđur rétthafi verđi ekki talinn eiga rétt til ákveđins léns ef öll eftirfarandi atriđi eiga viđ:
• Lén er eins og skrásett vörumerki sem orđmerki hjá Einkaleyfastofu, sem skráđ var áđur en léniđ var skráđ.
• Sá sem léniđ skráđi hefur ekki lögmćta hagsmuni af notkun lénsins.
• Sá sem léniđ skráđi var ekki í góđri trú um rétt sinn til lénsins ţegar ţađ var skráđ.

Í ţessu máli lýtur ágreiningur ađila ađ fyrst talda atriđinu. Hiđ skrásetta vörumerki kćranda er ZOETIS, en léniđ sem krafist er ađ verđi umskráđ er zoet.is. Orđalag ákvćđis 1. tölul. 40. gr. reglna um lénaskráningu felur í sér afdráttarlausa kröfu um ađ lén sé eins og skrásett vörumerki. Ef höfuđléniđ „is“ teldist hluti lénsins í ţessu samhengi yrđi ekki hjá ţví komist ađ líta jafnframt á punktinn, sem ađgreinir orđmyndina „zoet“ frá höfuđléninu, sem hluta lénsins. Ţetta leiđir til ţess ađ hiđ skrásetta vörumerki getur ekki talist hiđ sama og léniđ sem um rćđir. Er ţví ekki unnt ađ líta svo á ađ fullnćgt sé ţví skilyrđi ađ léniđ sem óskast umskráđ sé eins og hiđ skrásetta vörumerki. Ber ţví ađ hafna kröfu kćranda um umskráningu lénsins.

Úrskurđ ţennan kváđu upp Erla S. Árnadóttir, Tryggvi Ţórhallsson og Guđmundur Ragnar Guđmundsson.

Úrskurđarorđ:

Krafa Zoetis Products LLC, ţess efnis ađ léniđ zoet.is verđi umskráđ á félagiđ, er ekki tekin til greina.

Erla S. Árnadóttir, hrl.
Tryggvi Ţórhallsson
Guđmundur Ragnar Guđmundsson

 


 

Mál 1/2018

Ú R S K U R Đ U R

Hinn 5. október 2018 kvađ úrskurđarnefnd léna upp svohljóđandi úrskurđ í máli nr. 1/2018:

Međ bréfi dagsettu 15. maí 2018 kćrđi Sigurjónsson & Thor ehf., f.h. DKH Retail Ltd., til úrskurđarnefndar ISNIC skráningu lénsins superdry.is (hér eftir einnig nefnt „léniđ“). Er ţess krafist ađ léniđ verđi umskráđ á kćranda.

Kćrđa, Arnarlandi ehf. sem er skráđur rétthafi lénsins, var gefinn kostur á ađ koma athugasemdum á framfćri viđ bréf kćranda og er greinargerđ kćrđa dagsett 21. ágúst 2018. Var kćranda veitt fćri á ađ koma á framfćri athugasemdum viđ greinargerđ kćrđa og eru ţćr dagsettar 28. ágúst 2018. Athugasemdir kćrđa viđ ţćr athugasemdir eru dagsettar sama dag.

Í kćru er tekiđ fram ađ kćrandi sé eigandi vörumerkisins SUPERDRY á Íslandi. Vörumerkiđ auđkenni fatnađ og ađra smásölumuni og sé ţekkt á alţjóđavísu, yfir 500 verslanir séu reknar í yfir 40 löndum um allan heim sem selji fatnađ og smásöluvöru undir vörumerkinu.

Úrskurđarnefnd hefur aflađ upplýsinga hjá ISNIC um skráningar lénsins superdry.is og hefur jafnframt aflađ upplýsinga frá Hlutafélagaskrá um fyrirsvarsmenn kćrđa og annarra félaga.

Léniđ var fyrst skráđ af SDR-Norway í september 2012 en skráning felld niđur ţann 14. nóv. 2013 vegna vangreiđslu á skráningargjöldum.

Léniđ var skráđ ađ nýju á nafn Okkar ehf. ţann 18. nóvember 2014. Ţađ var framselt á nafn SDR ehf. ţann 6. október 2015 og aftur framselt ţann 16. október 2017, ţá til kćrđa. Samkvćmt upplýsingum hlutafélagaskrár, er úrskurđarnefnd hefur aflađ, er sá einstaklingur er kemur fram fyrir hönd kćrđa í málinu stjórnarmađur í kćrđa og í félaginu Okkar ehf. en nafni ţess félags var breytt ţann 1. ágúst 2018 í Reykjavík okkar ehf.

Kćrandi á ţessar skráningar á vörumerkinu SUPERDRY á Íslandi:

Kćrandi upplýsir ađ viđ skráningu lénsins superdry.is ţann 18. nóvember 2014 hafi vörur auđkenndar međ vörumerkinu SUPERDRY ekki veriđ til sölu í verslun á vegum kćranda hér á landi og kćrandi hafi ţá ekki átt í samningssambandi viđ neinn ađila á Íslandi. Nokkru síđar, eđa í mars 2015, hafi ţáverandi eigandi vörumerkisins, SuperGroup Europe SPRL, gert sérleyfissamning viđ íslenskan lögađila, Okkar ehf., og verslanir undir vörumerkinu veriđ opnađar í Reykjavík í kjölfariđ. Sérleyfissamningnum hafi veriđ slitiđ ţann 28. febrúar 2018.

Kćrandi byggir á ađ öll ţrjú skilyrđi 40. gr. reglna ISNIC fyrir umskráningu lénsins superdry.is séu uppfyllt. Fyrir liggi ađ léniđ sé eins og skráđ orđmerki kćranda, orđmerkiđ hafi veriđ skráđ allt frá árinu 2010 og gild skráning hafi veriđ til stađar ţegar léniđ hafi veriđ skráđ í nóvember 2014.

Kćrandi hafi aldrei haft lögmćta hagsmuni af skráningu lénsins. Ţegar léniđ hafi veriđ skráđ hafi eigandi vörumerkisins ekki veriđ í samningssambandi viđ neinn á Íslandi, sérleyfissamningur hafi veriđ gerđur viđ Okkar ehf. fimm mánuđum síđar. Kćrđi hafi ekki veriđ í góđri trú er hann skráđi léniđ í október 2014. Fyrir liggi ađ fyrirsvarsmađur kćrđa hafi veriđ vel kunnugur vörumerkinu SUPERDRY en hann hafi einnig veriđ fyrirsvarsmađur félagsins Okkar ehf. er varđ nokkru síđar handhafi sérleyfissamnings viđ eiganda vörumerkisins. Kćrandi telur ađ vegna inntaks verndar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki sé ţađ kćrđa ađ sanna og sýna fram á ađ hann hafi annađ hvort lögmćta hagsmuni af notkun lénsins eđa ađ hann hafi veriđ í góđri trú um rétt sinn ţegar hann sótti um ţađ.

Í greinargerđ kćrđa kemur fram ađ hann hafi skráđ léniđ einu og hálfu ári áđur en kćrandi hafi skráđ orđmerkiđ SUPERDRY hér landi í vöruflokki 25 fyrir fatnađ. Kćrđi hafi veriđ í samningssambandi viđ kćranda ţegar léniđ hafi veriđ skráđ. Í gildi hafi veriđ sérleyfissamningur milli kćrđa og SuperGroup PLC. Kćrđi hafi greitt skráningargjöld vegna lénsins og lagt út í kostnađ viđ ţróun á vefsíđu. Samningur milli kćranda og kćrđa hafi veitt kćrđa heimild til ađ nota vörumerki og önnur auđkenni kćranda. Viđ uppsögn samninganna hafi ţessi heimild falliđ niđur. Uppsögnin hafi ekki náđ til lénsins superdry.is.

Kćrđi kveđur ađ skráning lénsins hafi veriđ í góđri trú og međ samţykki SuperGroup PLC. Ţann 14. nóvember 2014 hafi fyrirsvarsmađur kćrđa haft samband viđ ađaleiganda og forstjóra SuperGroup PLC. Daginn eftir hafi forstjóri og eigandi umbođsađila SuperGroup PLC á Norđurlöndum haft samband viđ sig. Í kjölfariđ hafi orđiđ samkomulag milli síđargreinds forstjóra og kćrđa um ađ kćrđi myndi skrá léniđ. Hann hafi ţví skráđ léniđ í góđri trú í samstarfi viđ SuperGroup PLC. Kćrandi hafi sýnt tómlćti međ ţví ađ gera ekki tilkall til lénsins fyrr en kćrandi hafi slitiđ samstarfi viđ kćrđa.

Kćrandi bendir á varđandi framangreind sjónarmiđ kćranda ađ ósannađ sé ađ kćrđi hafi til viđbótar viđ sérleyfissamninginn gert einhvers konar viđbótarsamning, sem hafi heimilađ kćrđa skráningu lénsins, mánuđum áđur en samningur hafi náđst um sérleyfi viđ annađ félag, Okkar ehf. Sá ađili sem kćrđi nefni sem heimildarmann sinn hafi starfađ hjá Supergroup Nordic & Baltics en uppsagnarbréf sérleyfissamnings stafi einnig frá ţví félagi.

Um framangreindar athugasemdir kćranda hefur kćrđi fćrt fram ađ rangt sé ađ SuperGroup PLC eđa DKH Retail Ltd. hafi undirritađ samning sem ađ hluta fylgdi athugasemdum kćranda til úrskurđarnefndar. Slíkur samningur hafi hins vegar veriđ handsalađur milli SDR ehf. og SuperGroup Nordics & Baltics AS um rekstur á verslun í Smáralind.

Niđurstađa

Ákvćđi 40. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu kveđur á um ađ skráđur rétthafi verđi ekki talinn eiga rétt til ákveđins léns ef öll eftirfarandi atriđi eiga viđ:

  1. Lén er eins og skrásett vörumerki sem orđmerki hjá Einkaleyfastofu, sem skráđ var áđur en léniđ var skráđ.
  2. Sá sem léniđ skráđi hefur ekki lögmćta hagsmuni af notkun lénsins.
  3. Sá sem léniđ skráđi var ekki í góđri trú um rétt sinn til lénsins ţegar ţađ var skráđ.

Upplýst er ađ kćrandi er eigandi ađ vörumerkinu SUPERDRY sem skráđ hafđi veriđ hjá Einkaleyfastofu ţegar léniđ superdry.is var skráđ af Okkar ehf. ţann 18. nóvember 2014 en ţađ var síđar framselt til SDR ehf. ţann 6. október 2015 og til kćrđa ţann 16. október 2017. Framangreindar reglur áskilja ekki skráningu í tiltekinn flokk vöru eđa ţjónustu. Skilyrđi liđar i í grein 11.6. er ţví fullnćgt. Verđur nú tekiđ til úrlausnar hvort fullnćgt sé skilyrđum er greind eru í liđum ii og iii.

Í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki segir orđrétt:

"Í vörumerkjarétti felst ađ ađrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eđa lík vörumerki hans ef:
  1. notkunin tekur til eins eđa svipađrar vöru eđa ţjónustu og vörumerkjarétturinn nćr til og
  2. hćtt er viđ ruglingi, ţar međ taliđ ađ tengsl séu međ merkjunum."

Hér er mćlt fyrir um inntak vörumerkjaréttar. Ţótt frá ţessum víđtćka rétti vörumerkjahafa séu gerđar undantekningar í lögum nr. 45/1997 er ţađ álit úrskurđarnefndar, međ vísun til ţessa réttar, ađ sá, sem fengiđ hefur skráđ sams konar lén og orđmerki, er nýtur réttarverndar sem vörumerki, verđi ađ sýna fram á ađ umrćdd tvö skilyrđi í liđum ii og iii í 40. grein reglna ISNIC séu ekki fyrir hendi. Međ öđrum orđum verđi hann ađ fćra sönnur á ađ hann hafi annađhvort lögmćta hagsmuni af notkun lénsins eđa hann hafi veriđ í góđri trú um rétt sinn til lénsins ţegar sótt var um skráningu ţess.

Fyrir liggur ađ ţann 13. nóvember 2014 sendi fyrirsvarsmađur kćrđa tölvupóst til manns sem kćrđi kveđur ađ sé ađaleigandi og forstjóri félags sem virđist vera innan samstćđu kćranda, ţ.e. SuperGroup PLC, en međ erindi ţessu falađist fyrirsvarsmađur kćrđa eftir sérleyfissamningi er tćki til vörumerkisins SUPERDRY. Daginn eftir sendi rekstrarstjóri félagsins Superdry Nordic and Baltics A/S, sem sömuleiđis virđist vera innan samstćđunnar, tölvupóst til fyrirsvarsmanns kćrđa ţar sem hann upplýsti ađ fyrir lćgju nokkrar fyrirspurnir frá Íslandi og veriđ vćri ađ vinna ađ upplýsingaöflun um ţćr. Af ţessu er ljóst ađ ţegar Okkar ehf. skráđi léniđ superdry.is ţann 18. nóvember 2014 var fyrirsvarsmanni félagsins kunnugt um vörumerkiđ SUPERDRY og hafđi beinlínis falast eftir samningi í ţeim tilgangi ađ nýta réttindi er ţví fylgja. Engin gögn hafa veriđ lögđ fram í málinu um ađ á ţessum tíma hafi veriđ kominn á samningur sem heimilađi kćrđa, SDR ehf. eđa Okkar ehf. ađ skrá lén sem innhélt vörumerkiđ eđa nýta vörumerkjaréttindi til merkisins međ öđrum hćtti. Hefur kćrđa ţví ekki tekist sönnun um tilvist slíks samnings. Af ţeim sökum gat fyrirsvarsmađur kćrđa ekki veriđ í góđri trú um rétt sinn til lénsins ţegar hann í nafni Okkar ehf. skráđi ţađ ţann 18. nóvember 2014.

Ekki liggur fyrir í málinu undirritađur samningur um sérleyfi frá kćranda eđa félögum innan sömu samstćđu viđ kćrđa eđa Okkar ehf. Ţví liggur ekki fyrir hvort kćrđa eđa Okkar ehf. var veitt heimild til ađ vera rétthafi lénsins. Óumdeilt er ađ ţann 28. febrúar 2018 var ritađ bréf í nafni kćrđa, SuperGroup Europe SPRL og SuperGroup Nordics and Baltics A/S til Okkar ehf., SDR ehf. og kćrđa. Í bréfinu er ótilgreindum sérleyfissamningum um verslun í Smáralind og svokallađa „pop up“ verslun á Laugavegi sagt upp og skyldi gildistíma samninganna ljúka ţann 31. mars 2018. Í bréfinu var ţess einnig krafist ađ léninu superdry.is yrđi afsalađ til bréfritara fyrir sama tíma. Af framangreindu verđur ekki séđ ađ kćrđi hafi haft lögmćta hagsmuni til notkunar lénsins, hvorki er léniđ var skráđ ţann 18. nóvember 2014 né eftir ađ uppsögn sérleyfissamninganna tók gildi.

Međ vísan til ţess sem ađ framan greinir verđur ađ telja ađ kćrđi hafi ekki sýnt fram á ađ hann hafi haft lögmćta hagsmuni af skráningu lénsins.

Af öllu framangreindu leiđir, sbr. 40. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu, ađ umskrá ber léniđ superdry.is á nafn kćranda ađ uppfylltum almennum skilyrđum skráningar léna samkvćmt reglum um skráningu léna og stjórnun á höfuđléninu „.is“.

Úrskurđarnefnd fékk mál ţetta til međferđar 29. ágúst 2018. Úrskurđ ţennan kváđu upp Erla S. Árnadóttir, Ingimar Örn Jónsson og Tryggvi Ţórhallsson.

Úrskurđarorđ:

Umskrá ber léniđ „superdry.is“ á nafn kćranda, DKH Retail Ltd., ađ uppfylltum almennum skilyrđum skráningar léna samkvćmt reglum um skráningu léna og stjórnun á höfuđléninu „.is“.

Erla S. Árnadóttir
Ingimar Örn Jónsson
Tryggvi Ţórhallsson