Jul 19, 2010

Aðstoð við skráningu léns

Þeim sem þurfa meiri aðstoð við skráningu léns en hægt er að veita í síma, eða í Svarboxinu á isnic.is, er góðfúslega bent á afgreiðslu ISNIC. Hún er á 17. hæðinni í nýja skrifstofuturninum við Borgartún í Reykjavík (þar sem Hamborgarafabrikkan er). Tilvalið er að kíkja í heimsókn til ISNIC í næstu bæjarferð (við erum aðeins 400m frá Hlemmi) skrá lénið og njóta um leið útsýnisins sem er ævintýralegt.

Innkeyrslan í bílakjallarann er að austanverðu, framan við aðalinngang Höfðaturnsins. Turnlyfturnar eru þar sem merkt er "TURN". Bílastæðin eru endurgjaldslaus fyrir viðskiptavini ISNIC.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received

Webtree
To top