Aug 17, 2010

Aug 17, 2010

Hvað gerir ISNIC?

Starfsmenn ISNIC eru reglulega spurðir hvað ISNIC geri. Með einföldum hætti mætti svara spurningunni á þessa leið:

ISNIC stendur fyrir IS (.IS) Network Information Center, sem þýðir upplýsingamiðstöð .IS-léna. Upplýsingarnar sem ISNIC gefur út eru annars vegar "mannlegs" eðlis, og hins vegar "tæknilegs" eðlis. Upplýsingar um rétthafa og tengiliði léna (mannlegu upplýsingarnar) eru sjáanlegar og öllum aðgengilegar í Whois-skránni, sem m.a. má finna efst til hægri hér á vef ISNIC. Í "Whois" má fletta upp öllum .is lénum.

Tæknilegu upplýsingarnar eru alfarið rafrænar, svokallaðar DNS (Domain Name System) færslur eða skráningar. Þær segja tölvukerfum internetþjónustuaðila um víða veröld til um hvar viðkomandi .is-lén er vistað, þ.e. þær gefa nauðsynlegar upplýsingar um nafnaþjóna lénsins og aðrar tæknilegar skráningar svo finna megi lénið á gjörvöllu Internetinu. Ef upplýsingar þessar berast ekki frá ISNIC (t.d. ef ISNIC lokar léni) hættir öll starfsemi á léninu, s.s. tölvupóstur og vefur, að virka.

Þetta er í hnotskurn það sem ISNIC gerir varðandi nafnaþjónustu .IS-léna. Önnur starfsemi ISNIC er rix.is, modernus.is og almenn upplýsingagjöf til notenda Internetsins, sem er talsvert umfangsmikil. Þá rekur ISNIC eiginn kennslusal, sem stendur fyrirlesurum og kennurum sem sérhæfa sig í internettengdum efnum til boða gegn vægu gjaldi.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received