Dec 22, 2010

Gleðileg jól

Starfsmenn og stjórn ISNIC óska viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um gott og farsælt komandi ár.

Skrifstofa ISNIC og símsvörun verður opin á Þorláksmessu, en lokuð á aðfangadag jóla og á gamlársdag. Bakvakt ISNIC verður á sínum stað eins og endranær. Skrifstofan opnar aftur kl. 09 mánudaginn 27.12.

7.065 ný .is-lén hafa verið skráð á árinu 2010, sem stefnir í að verða jafn gott og árið 2009 er 7.084 ný lén voru skráð. Heildarfjöldi virkra .is-léna er nú 31.691, en uppfærður fjöldi er birtur reglulega efst til vinstri hér á forsíðu ISNIC.is.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received

Webtree
To top