Feb 1, 2011

Feb 1, 2011

Fréttir af IPv4

Síðasta opna IPv4 netinu hefur verið úthlutað til APNIC (sjá frétt APNIC). Þetta þýðir að síðustu 5 lausu netunum (/8 netum) verður nú úthlutað sjálfkrafa til hinna staðbundnu skráningarstofa (RIR) sem sjá um að úthluta þeim áfram til þjónustuaðila á sínu svæði. Þjónustuaðilar (s.s.  vistunaraðliar léna og netveitur) hafa nú takmarkaðann tíma til að sækja um eigin net, en áætlað er að IP-tölur til almennrar úthlutunar klárist í lok september á þessu ári.

Hvað þýðir þetta?

Fyrir flesta einstaklinga þýðir þetta ekki neitt, allavega fyrst um sinn. Fyrir net- og tölvuþjónustuveitur er hins vegar kominn tími til að læra á IPv6 og að setja upp vefi og aðrar þjónustur þannig að IPv6 virki rétt fyrir þá sem heimsækja tölvukerfin. Að lokum kemur að því að einstakir notendur fá ekki IPv4 IP-tölur frá sínum netveitum og verða að nota IPv6 tölur. Þvi er ekki seinna vænna að byrja að kynna sér málin.

Íslenskir þjónustuaðilar sækja um IPv6 tölur til sinnar netveitu. Netveiturnar sækja til RIPE um úthlutun IPv6 talna.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received