Mar 2, 2011

Mar 2, 2011

20% aukning nýskráninga í febrúar

Fjöldi nýskráðra léna í nýliðnum mánuði var 672 lén á móti 558 lénum í febrúar 2010. Aukningin nemur um 20%. Fjöldi eyddra (afskráðra) léna reyndist 225 nú móti um 200 lénum í fyrra, sem gerir um 12% aukningu í afskráningum. Nettófjölgun léna í febrúar í ár er því um 447 lén móti um 358 lénum í febrúar í fyrra. Þessi staðreynd kemur ISNIC og fleirum ánægjulega á óvart.

Stofnun léns felur oft í sér hugmynd, áform, eða jafnvel fyrirheit um eitthvað sem koma skal. Aukningin í fjölda nýskráðra léna kann því að benda til aukinnar bjartsýni í þjóðfélaginu. Vonandi tekst vel til hjá þeim 672 .is-lénum sem stofnuð voru í febrúar.   

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received