Mar 28, 2011

Mar 28, 2011

Paul Baran, einn af frumkvöðlum Internetsins, látinn.

Einn af frumkvöðlum Internetsins, Paul Baran , lést á heimili sínu sl. laugardag. Paul var bandarískur verkfræðingur sem vann að hönnun og þróun samskiptatækni hjá RAND á miðjum 6. áratug siðustu aldar, og ásamt Leonard Kleinrock og Donald Davies, telst hann vera höfundur þeirra samskiptatækni (m.t.t. pakkasendinga) sem Internetið er byggt á. Hugmyndir Pauls voru settar fram í 13 greinum sem RAND birti skv. samningi við ameríska flugherinn og fjölluðu um hæfileika samskiptaneta til að þola áföll af ýmsum toga.  Paul reyndi m.a. að kynna hugmyndir sínar fyrir símafélögum þess tíma en var sagt að net af þessu tagi gætu aldrei virkað. 1969 ákvað DARPA hins vegar að byggja Arpanet á hugmyndum Pauls, sem síðan þróaðist í Internetið eins og við þekkjum það í dag.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received