Jun 15, 2011

Jun 15, 2011

Fyrstur kemur fyrstur fær

Meginreglan við skráningu léns er fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta þýðir að sá sem skráir lénið "eignast" það. Hafi maður augastað á ákveðnu léni sem er u.þ.b. að renna út eða hefur fengið merkinguna "óvirkt" í rétthafaskrá ISNIC (sjá Whois-leitargluggann efst til hægri) þarf maður annaðhvort að hafa samband við skráðan rétthafa þess, og kaupa það beint af honum, eða skrá lénið eftir að því hefur verið eytt af ISNIC.

Ekki þýðir að hafa samband við skrifstofu ISNIC og biðja um að lén verði tekið frá eða að ISNIC láti viðkomandi vita þegar því hefur verið eytt. Slík þjónusta er ekki fyrir hendi hjá ISNIC, enda myndi hún stangast á við þá staðla og þær vinnureglur sem ISNIC viðhefur og gera um leið að engu meginregluna: Fyrstur kemur fyrstur fær.

ISNIC er (frum)skráningarstofan og rekstraraðilinn (e. registry) fyrir höfuðlénið .is. Í þessu felst að öll .is-lén verða til og er stjórnað tæknilega í lénakerfi ISNIC sem samanstendur m.a. af DNS-kerfinu (e. Domanin Name System) og rétthafaskrá ISNIC. Ólíkt almennum þjónustuaðilum (e. registrars, líka oft nefndir "ISPar") getur ISNIC, stöðu sinnar vegna, ekki boðið upp á ýmsa þjónustu tengda lénum eins og t.d. að taka frá lén, hýsa vefsíður og tölvupóst o.fl. sem rekið er á léninu. Aðeins lénið sjálft og grunnvirkni þess á gjörvöllu internetinu er og verður í umsjón ISNIC.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received