Sep 19, 2011

Sep 19, 2011

Ný útgáfa af reglum ISNIC

Áður birt 12.9. Reglur um skráningu .is-léna (ISNIC reglurnar) hafa nú verið endurritaðar frá grunni í fyrsta sinn og þær uppfærðar til móts við raunverulegt (tæknilegt) fyrirkomulag lénaskráningarinnar. Ýmsilegt í reglunum var orðið tæknilega úrelt, s.s. ákvæði um undirritun eyðublaðs við skiptingu á rétthafa léns og flutning þeirra milli hýsingaraðila svo eitthvað sé nefnt. 

Engar grundvallarbreytingar sem varða boð og bönn við skráningu eða réttindi léna voru gerðar, enda hefði slíkt kallað á aðkomu fleiri. Einungis er um að ræða endurritun, málsfarsbreytingar, staðfærslu að nútímanum, eins og áður sagði, og nýja uppröðun reglnanna. Vinnan var að mestu leyti á hendi laganemans Steindórs Dan Jensen, undir dyggri handleiðslu starfsmanna ISNIC.

Viðskiptamenn ISNIC eru hvattir til að lesa nýju útgáfuna yfir og senda ISNIC ábendingar. Þessi útgáfa reglnanna tekur yfir eldri útgáfu þeirra þann 1. nóvember 2011.

 

Nýjar skráningarreglur ISNIC

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received