Nov 30, 2002

Nov 30, 2002

Hægt að flytja lén gegnum vefinn

Nú er hægt að flytja lén með því að slá inn upplýsingarnar á vef okkar, aðgengi að þessu er á byrjunarsíðu notanda.

Hér eftir er því ætlast til að tengiliðir skrái þessar upplýsingar sjálfir og sendi þær ekki í tölvupósti, samt sem áður verður hægt að óska eftir aðstoð í síma 525-4589 á skrifstofutíma og með því að senda tölvupóst á hostmaster@isnic.is.
Þetta verður til þess að fljótari afgreiðsla verður á flutningi, enda mun ekki vera hægt að óska eftir flutningi á léni ef ekki er búið að setja það upp á nýjum stað.

Athugið að þegar nafnaþjónum léns er breytt fer beiðnin í biðröð og bíður samþykkis og afgreiðslu starfsmanns ISNIC við næstu uppfærslu DNS gagnagrunns, þessar uppfærslur eru framkvæmdar virka daga milli kl. 17:00 og 18:00

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received