Feb 24, 2012

Feb 24, 2012

RIX stækkaður í 10GB

Samtengipunkturinn RIX (Reykjavik Internet Exchange) sem er í boði fyrir aðila með sitt eigið AS númer og IP númer, getur nú boðið upp á 10GB sambönd. Búnaður er staðsettur í Dunhaga 5 (Tæknigarði) og í Höfðatúni 2 (Höfðatorgi) í Reykjavík. Samtenging Tæknigarðs og Höfðatorgs á 10GB sambandi er lokið.

Með stækkuninni verður hægt að bjóða upp á margfallt hraðari sambönd innanlands og skemmri svartíma á tengingum til viðskiptavina sem samtengjast um RIX.

Hægt er að sjá línurit yfir umferðina sem fer um RIX búnaðinn og þar sést að stöðug aukning hefur orðið á samskiptum. Þróun umferðar sýnir  bersýnilega að stækkun RIX úr 1 GB upp í 10 GB er mikilvægur þáttur í að auka afköst og gæði umferðar á íslenska hluta Internetsins.

Samtengipunkturinn RIX.is er sjálfstæð rekstrareining hjá ISNIC - Internet á Íslandi hf og er rekin án hagnaðarmarkmiðs.  Með stækkun RIX í 10GB verður fyrsta verðskrárbreyting (hækkun) á stofngjöldum og þjónustugjöldum RIX um árabil. Sjá nánar á RIX.IS.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received