Mar 11, 2012

Mar 11, 2012

MIME tæknin 20 ára

MIME - sú aðferð sem leyfir viðhengi og margmiðlunarskeyti í tölvupóstsendingum - er 20 ára í dag. Höfundur hennar, Nathaniel Borenstein, sendi MIME skeyti með mynd og hljóðbút á þessum degi fyrir 20 árum.

Vinsældir MIME eru slíkar að sama tækni er notuð í HTTP o.fl. stöðlum til að senda gögn á milli og yfir 1300 tegundir af „efni" eru skilgreindar í staðlinum, eða allt frá ríkum texta (sem inniheldur t.d. feitletrun, skástrikun og liti) myndum og hreyfimyndum, til sértækra gagna.

Undirstaðan í tölvupósti er „póstþjónninn" sem skilur SMTP staðalinn. MIME skeyti innihalda gögn á textaformi sem SMTP þjónninn meðhöndlar og skilar á áfangastað óbreyttum, en viðtakandi skeytis opnar póstinn með póstforriti sem birtir honum gögnin eins og þau voru send.

Samkvæmt könnun Nathaniel eru daglega send um ein billjón (milljón milljónir) skeyta sem nota MIME, en ekki aðeins tölvupóstur notar MIME, heldur einnig vefsíður og margt fleira sem sent er á netinu. Til gamans má geta þess að hefði höfundur tækninnar, Nathaniel Bernstein, aðeins fengið eitt penny greitt fyrir hvert MIME skeyti, þá hefðu árstekjur hans numið fjárhæð sem samsvarar til landsframleiðslu Þýskalands!  

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received