May 16, 2012

May 16, 2012

ISNIC hugar að umhverfinu

Afrit reikninga og hreyfingalistar. Nú geta viðskiptamenn (loksins) sótt hreyfingalista og reikninga á vef ISNIC. Þetta er hvorutveggja staðsett undir liðnum „Reikningar“ á „Mín síða“, eftir innskráningu. 

Eftirleiðis mun skrifstofa ISNIC benda á þennan möguleika í stað þess að taka saman og senda út hreyfingalista og afrit af reikningum, en sú þjónusta (t.d. fyrir bókara og endurskoðendur) hefur í áranna rás vaxið gríðarlega með tilheyrandi kostnaði fyrir ISNIC.

Ofangreind þjónusta er liður í undirbúningi þess að hætta að prenta og senda út reikninga ISNIC, nema fyrir þá sem þess óska sérstaklega.

Vefþjónusta ISNIC byggir sífellt meir á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu viðskiptamanna, en þannig hefur tekist að halda niðri kostnaði og koma í veg fyrir hækkanir á árgjaldi léna ár eftir ár. Notendur sjá t.d. alfarið sjálfir um að skrá lén og gera allar breytingar á skráningarupplýsingum þess á svæðinu „Mín síða“. Og þar er nú komin inn mikilvæg viðbót, undir liðnum reikningar, sem margir viðskiptamenn og sérstaklega þjónustuaðilar ISNIC hafa beðið eftir. Síðar munu rétthafar léna geta gefið þriðja aðila, t.d. bókara og endurskoðanda, aðgang að þjónustunni.

/jpj

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received