Jun 13, 2012

Jun 13, 2012

Mörg hundruð ný höfuðlén

ICANN birti í dag lista með nöfnum og óskum umsækjenda um 1.410 ný höfuðlén til notkunar á netinu. Eins og nærri má geta kennir þar ýmissa grasa en listinn, sem á ensku kallast New gTLD strings, inniheldur fleiri hundruð ný almenn höfuðlén! "The internet is about to change for ever" sagði Rod Beckstrom forstjóri ICANN í nýlegu viðtali við Economist.com

Neðangreindar endingar virðast vera eftirsóttastar ef marka má fjölda umsækjenda um hvert höfuðlén:

Flestar umsóknir, 13 að tölu, bárust um endinguna .APP.

11 fyrirtæki og einstaklingar vilja eignast .HOME og .INC.
10 listaspekingar sækja um .ART.
  9 umsóknir bárust um .BLOG, .SHOP .BOOK og .LLC.
  8 vilja eiga og reka höfuðlénin .DESIGN, .MOVIE og .MUSIC.
  7 aðilar lýsa áhuga á að stjórna .HOTEL, .NEWS, .MAIL, .LTD, .CLOUD, .LOVE, .WEB, og .STORE.
  6 sækja um endingarnar .VIP, .ONLINE, .CORP, .CPA, .NOW, .TECH, .BABY, .LAW, .GMBH, og .GROUP.
  5 fyrirtæki vilja reka .SITE, .TICKETS, .BUY, .FREE, .STYLE, .GAME, og .SALE.

Og fjögur fyrirtæki sýna áhuga á að reyna fyrir sér með reksturinn á .GAY.

Enginn Íslendingur, eða íslenskt fyrirtæki virðist vera á meðal umsækjenda, en Geir nokkur Rasmussen sækir um lénið .GAME og .BID fyrir hönd Dot Game Limited og Dot Bid Limited. Þá má geta þess að bandaríska fyrirtækið Intercontinental Exchange, Inc sækir um endinguna .ICE, en það lén gæti vel skírskotað til Íslands (Iceland).

/jpj, ms

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received