Feb 28, 2013

Feb 28, 2013

Verkefnafundur starfsmanna

Síminn hjá ISNIC verður lokaður í dag, föstudag, vegna verkefnafundar starfsmanna á Selfossi. Neyðarvakt verður eins og endranær.

Þjónusta ISNIC er í eðli sínu sjálfsafgreiðsla, og leysa má öll venjuleg mál varðandi lén; eins og að greiða árgjald, sækja viðskiptayfirlit, fá afrit af reikningum, skipta um greiðanda, skipta um rétthafa, flytja lén milli nafnaþjóna, setja lén í áframsendingu eða á „parking“, í vefþjónustu ISNIC.

Einföld leið til að skrá sig inn (finna NIC-auðkenni og endurstilla lykilorð) er að skrifa nafn lénsins í stóra leitargluggann hér fyrir ofan og, eftir atvikum, smella á „týnt lykilorð“ við netfangið. Þá sendir ISNIC viðkomandi tengilið póst með endurstillingarslóð.

Vefþjónusta ISNIC verður sífellt fullkomnari og ráð er að kynna sér hana vel og ganga úr skugga um að skráning lénsins sé rétt, en dæmi eru um að fólk og fyrirtæki hafi misst frá sér mikilvæg lén vegna vanrækslu í þessum efnum. ISNIC mælir með því að mikilvæg lén séu skráð í svokallaða „sjálfvirka endurnýjun“, sem þýðir að fyrsta tilraun til skuldfærslu árgjaldsins er gerð 60 dögum fyrir eindaga lénsins. Svokölluð „sumarlén“ (með stofndag að sumri) eru öðrum lénum hættara við að renna út og eyðast vegna sumarleyfis rétthafans eða tengiliða hans.

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received