Jan 21, 2014

Jan 21, 2014

Nýjar lénaendingar í þúsundavís.

Nýjar lénaendingar (höfuðlén) ryðjast nú inn á hinn gamalgróna „lénaendingamarkað“. Örfá dæmi um nýjar lénaendingar, sem þegar eru komnar í sölu eru: .academy, .cab, .arreers, .center, .company, .computer, .construction, .contractors, .diamonds, .directorym, .domains, .enterprises, .eu, .kitchen, .land, .limo, .management, .photos, recipes, .sexy, .shoes, .systems, .tattoo, .technology, .tips, .today, og .voyage svo einhverjar séu nefndar.

Margir hafa spáð því að opun ICANN/IANA á skráningu lénaendinga muni gjörbreyta netinu frá því sem nú er. Aðrir benda á að áður hafi komið fram nýjar lénaendingar (.museum, .biz, .xxx, .job, .info, .pro) sem flestar hafi, þvert á spár, átt erfitt uppdráttar. Eitt er þó víst, að breytingarnar nú eru umfangsmeiri en áður og óvissan/möguleikarnir eftir því stærri.  

Internet á Íslandi - ISNIC, hefur engin sérstök áform uppi um að þjónusta eða selja önnur höfuðlén en .is-lénið. Hins vegar þarf ISNIC, eins og önnur gamalgróin skráningarfyrirtæki, að bregaðst við breyttum veruleika. Breytingin opnar að okkar mati dyr að ýmsum möguleikum um leið og „samkeppnin“ eykst. ISNIC mun halda sínu striki og áfram bjóða upp á örugga og trausta nafnaþjónustu undir tiltölulega ströngum tæknilegum kröfum. Sjáanleg áhrif af breytingunni, sem opnun ICANN á skráningu lénaendinga hefur þegar valdið, er aukin útbreiðsla, frelsisvæðing og opnun skráninga landshöfuðlénanna sem fyrir voru. Punktur-is lénið mun halda áfram að auka hlutdeild sína erlendis, líkt og reyndin hefur verið undanfarin ár. Það er óumflýjanlegt, þó ekki sé fyrir annað en smæð innlends markaðar. Sumir segja að af þessu sé eftirsjá og að landslénin eigi fyrst og fremst að vera fyrir íbúa og fyrirtæki viðkomandi lands. Aðrir segja slíkt fyrirkomulag eða flokkun gangi gegn anda og eðli internetsins og því sé það fyrirkomulag smátt og smátt að hverfa. Eitt er víst að það verður aðeins til eitt .is höfuðlén og .is-endingin er vissulega ein af þeim fallegustu á netinu. 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received