Í netspjalli INSIC má finna eftirfarandi samtal þann 15. des. sl. aðeins nöfnum hefur verið skipt út.
|
(spyrjandinn) „Góðan dag, ég ætlaði að fá smá ráðleggingu hjá þér. Ég ætla að gefa lén í jólagjöf. Hvernig er best að snúa sér í því. Ég er að hafa áhyggjur ef ég skrái viðkomandi fyrir léninu og mig sem tæknilegan tengilið að hann fái senda tilkynningu um skráninguna: (fulltrúinn) það sem þú getur gert er að skrá netfang sem aðeins þú hefur aðgang að og breytt síðan netfanginu eftir að jólagjöfin hefur verið opnuð :). (spyrjandinn): Þannig að þó ég skrái hans kennitölu sem rétthafa, fær hann enga tilkynningu í pósti? (fulltrúinn): nei, ekki ef netfangið er ekki hans/hennar. (spyrjandinn): Ok flott :) hvað tekur uppsetningin langan tíma eftir að ég geng frá pöntun? (fulltrúinn): það birtast ný lén á 20. mínútna fresti... sem sagt mest 20 mín. bið.. mundu bara að breyta netfanginu í hans/hennar netfang eftir 24. (spyrjandinn): Ok frábært, bara ein spurning í viðbót :) hver er heildarkostnaður fyrir mig, og rukkast sjálfkrafa árgjaldið á mig, eða hefur hann möguleika á að taka við greiðslu eftir næsta ár? (fulltrúinn): árgjaldið er kr. 5980, en mundu að úthaka að það eigi að gjaldfæra kortið aftur á næsta ári (þetta er aftast í ferlinu) þá fer greiðsluseðill á viðkomandi og hann fær svo tilkynningu um endurnýjun á sitt netfang. (spyrjandinn): Ok, og hann lendir ekki í neinu veseni ef hann ákveður að endurnýja ekki? ss bara lokast á lénið, en ekkert innheimtuferli? (fulltrúinn): nei ISNIC fellir sjálfkrafa niður gjaldið og eyðir léninu ef engin greiðsla berst. (spyrjandinn): ok, takk fyrir aðstoðina! ég fer í þetta :)
|
||||
| netspjalli lokið. | ||||