Apr 24, 2015

Apr 24, 2015

Þjónusturof

Rof á þjónustu ISNIC varð í dag kl. 14:08 þegar vinna við varaaflgjafa gerði það að verkum að miðlægur sviss missti rafmagn og olli algjöru netleysi í tækjasal ISNIC.

Straumrofið varði í 8 mínútur, og voru þjónustur aftur aðgengilegar kl. 14:16. Á þessum tíma var ekki hægt að skrá ný lén. Nafnaþjónar ISNIC eru hins vegar á víð og dreif um heiminn þannig að .is lén voru alltaf virk.

EBH.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received