Nov 11, 2015

Nov 11, 2015

Nordic Domain Days

Dagana 23. og 24. nóvember verður í fyrsta sinn haldin sérstök „lénaráðstefna“ fyrir Norðurlöndin. ISNIC (.is) verður þar á meðal fulltrúa hinna landslénanna, .se, .dk, .no og .fi, ásamt fulltrúum þjónustuaðila netsins hvaðanæva frá Norðurlöndunum. Sjá https://internetdagarna.se/ og http://www.nordicdomaindays.se/.

Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um „rétt“ rétthafa léna til að fara huldu höfði undir eigin léni á netinu. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum og víst er að hart verður tekist á um þetta efni á síðari degi ráðstefnunnar. Rétthafi léns er viðskiptamaður skráningarstofu (e. registry) en ekki fyrirtæki, yfirvöld eða aðrir, sem sérstakan áhuga kunna að hafa á upplýsingum um skráða eigendur léna.

Á hinn bóginn vilja rekstraraðilar höfuðléna að öll lén séu rétt skráð í rétthafaskrám (e. whois database) og gera ýmislegt til þess að tryggja að svo sé. Hvort og þá að hve miklu leyti upplýsingar um rétthafa skuli vera opinberar (e. public) er m.a. umfjöllunarefni Nordic Domains Days, sem .SE heldur af myndarskap við Stockholm Waterfront Congress Centre í næstu viku. ISNIC hvetur þá sem láta sig lén varða að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Stockholm Waterfront Congress Centre

 

 

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received