Jan 11, 2016

Jan 11, 2016

Nýskráningar .is-léna í fyrsta sinn yfir 10.000 á ári

10.324 ný .is-lén voru skráð árið 2015 móti 9.773 lénum árið 2014 og nemur aukning nýskráninga milli ára því 5,6%. Á árinu 2014 fækkaði nýskráningum hins vegar í fyrsta skipti lítillega frá fyrra ári, eða sem nam 108 lénum og var hlutfallsleg breyting nýskráninga 2014 því -1.09%. Um 74% .is léna eru skráð innanlands og um 26% utan Íslands. Heildarfjöldi virkra .is-léna í árslok 2015 var um 55.490 lén.

Frá fjölda nýskráninga dregst fjöldi eyddra léna, sem í fyrra voru 5.619 lén móti 5.356 árið 2014. Nemur aukning eyddra léna milli ára því 4,9%. Nettóaukning .is-léna 2015 var því 4.705 lén, eða sem nemur rúmlega 9% aukningu í fjölda virkra .is-léna milli ára, sem telst hlutfallslega góður vöxtur í samanburði við öll gömul og gróin höfuðlén s.s. .dk (3%) .se (5%) .fi (6%) .no (5) og .com sem þó óx um 6.6% yfir árið 2015, sem þykir gott.

ISNIC

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received