Jan 25, 2016

Jan 25, 2016

Biluðum .IS gögnum dreift á nafnaþjóna

Vegna mistaka við uppfærslu á þjónustuvél ISNIC (e. hidden DNS master) fóru rangar (bilaðar) DNSSEC upplýsingar um höfuðlénið .is lén yfir á auka-nafnaþjóna ISNIC um kl 14:43 í dag. Upplýsingarnar voru leiðréttar og nýjum „zone“ dreift um kl 15:20. Endurkvæmir nafnaþjónar, sem sannreyna DNSSEC undirritanir, gátu því ekki flett upp .is lénum meðan á biluninni stóð. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar, en þeir eru helst innlendir og erlendir hýsingaraðilar .is-léna, sem margir hverjir leituðu bilunarinnar hjá sér fyrst - en að ósekju að þessu sinni.  

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received