Apr 18, 2016

Apr 18, 2016

Fyrstur kemur fyrstur fær

Þegar tveir eða fleiri fá sömu hugmyndina að léni gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Hún þýðir að sá sem fyrst fær lénið bókað greitt verður rétthafi þess.

Athugið að ekki nægir að skrá lén í svokallaða biðröð léna hjá ISNIC, heldur þarf jafnframt að greiða árgjaldið og fá greiðsluna bókaða. Bókun og skráning léns er sjálfvirk, fljótlegust og öruggust sé greitt með greiðslukorti (eða inneign) á vef ISNIC. Þeir sem millifæra lénagjaldið reiða sig á að bókun lénsins verði „handfærð“ af starfsmönnum ISNIC eftir upplýsingum skv. bankakvittun. Sú þjónusta getur verið seinvirk því hún er m.a. háð opnunartímanum á skrifstofu ISNIC og því hvort bankakvittun berist með millifærslunni. ISNIC mælir því eindregið með að lén séu bæði nýskráð og endurnýjuð með greiðslukorti eða inneign í tilviki þjónustuaðila.

Sjálfvirk endurnýjun léns. Ef innskráð greiðslukort léns rennur út áður en lén er endurnýjað er greiðandinn látinn vita í tíma með netpósti. Ef ekki tekst að skuldfæra kortið er stofnuð bankakrafa (greiðsluseðill) með 45 daga greiðslufresti. Þess vegna reynir ISNIC skuldfærslu greiðslukorts allt að 60 dögum fyrir afmælisdag lénsins. 

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received