Oct 19, 2004

Oct 19, 2004

Rótarnafnaþjónn settur upp á Íslandi

Þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre) og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance") af einum af rótarnafnaþjónum Netsins. Þetta eintak er sett upp við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga.

Rótarnafnaþjónn K er einn af 13 rótarnafnaþjónum Netsins sem sjá um að vísa uppflettingum léna rétta leið. Þessir þjónar eru þannig mikilvægur grunnþáttur í virkni netsamskipta í heiminum. Rótarnafnaþjónarnir mynda miðhluta lénakerfis Netsins (DNS) sem notað er til að varpa nöfnum sem menn nota almennt yfir í hin eiginlegu vistföng á netinu sem tölvur og hugbúnaður nota til að komast leiðar sinnar.

K þjónninn í Reykjavík er nýjasta eintakið af þeim sem RIPE NCC hefur sett upp undanfarið. Til að dreifa þessum eintökum um heiminn er notuð ný IP tækni (IP fjölvarp, "anycasting"). Með þessu móti fæst mjög örugg og dreifð tenging, sem er ónæmari fyrir ýmsum tegundum rekstartruflana, heldur en hefðbundnari leiðir til að tryggja rekstraröryggi.

RIPE NCC hefur rekið K þjóninn í London síðan 1997, og síðan 2003 hafa verið sett upp eintök af K í Amsterdam, Frankfurt, Aþenu, Doha og Mílanó, og nú síðast í Reykjavík.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received