Stjórn ISNIC hefur ákveðið að lækka verulega gjöld vegna stofnunar og endurnýjunar á lénum með sérstöfum í þeim tilfellum er sami aðili skráir lén stafsett bæði með og án íslenskra sérstafa.
Við skráningu á léni með íslenskum sérstöfum er kannað hvort sami aðili hafi þegar skráð "tilsvarandi" lén án íslenskra sérstafa. Með "tilsvarandi" er átt við lén sem til verður þegar séríslenskir stafir IDN lénsins eru umritaðir skv eftirfarandi töflu:
á -> a ó -> o æ -> ae ð -> d ú -> u ö -> o é -> e ý -> y í -> i þ -> th
Ef lénið sem þannig er myndað úr léni með séríslenskum stöfum er skráð á sama rétthafa er veittur 90% afsláttur af bæði stofngjaldi og árgjaldi.
Gjaldskrá vegna stofnunar og endurnýjunar léna frá og með 17. maí 2005.
Vegna stofnunar á léni. Innifalið í stofngjaldi er árgjald fyrsta árið.
Árlegt endurnýjunargjald vegna léns.