Sep 12, 2018

Sep 12, 2018

Mánaðargjöld RIX hækka verulega

Verðskrá RIX.is (Reykjavík Internet Exchange) var hækkuð verulega um síðustu mánaðamót skv. ákvörðun stjórnar. Flestar tengingar hækka um fjórðung af hundraði, en stofngjöld minna. Reyndar lækkuðu þau verulega við síðustu verðbreytingu, sem var fyrir um fimm árum síðan. Miklar hækkanir á rafmagni, húsaleigu og launum undanfarin ár skýra hækkunina fyllilega, en þó dugir hún vart til. Eftir sem áður er verðskrá RIX.is mun lægri en hjá samskonar þjónustuveitendum á meginlandi Evrópu.

Sjá verðskrá RIX 

RIX er skiptistöð innlendra internetþjónustuaðila, þar sem þeir skiptast á IP umferð sín í milli og koma þannig í veg fyrir að innlend netumferð flæði um útlandasambönd, með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir alla.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received