Aug 13, 2007

Aug 13, 2007

Væntanlegar breytingar á þjónustu ISNIC - sjá póstlista

Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Nýir eigendur og starfsmenn hafa hug á að gera nokkrar breytingar á þjónustu ISNIC, en áður viljum við heyra álit notenda.

Fyrsta breytingin sem ætlunin er að ráðast í er upptaka á biðsvæði fyrir lén. Það hefur lengi staðið til að ISNIC bjóði rétthöfum að skrá lénið tímabundið, þ.e. á biðsvæði hjá ISNIC, þar til menn hafa valið sér vistunaraðila. Í reglum ISNIC nr. 1.1.15. um Biðsvæði segir:
"Biðsvæði merkir að rétthafi hafi skráð lén með tæknilegum formerkjum en hefur ekki aðgang að því að neinu leyti, svo sem tölvupóstaðgang eða uppsetningu á vef."

Nauðsynlegar tæknilegar breytingar vegna þessa hafa verið framkvæmdar og nú leitum við eftir áliti netverja.

Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum ISNIC.

  1. Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila.
    Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá
    https://www.isnic.is/is/tolur/hostcount_history
  2. Að kröfu um uppsetningu á MX færslum .is léna verði aflétt.
  3. Að hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Hér ber að hafa í huga að þetta á einnig við um lénasafnara og myndi því (ef að líkum lætur) auka líkur á misnotkun sem felst í svokallaðri "domainharvesting".
    Eftir sem áður munu erlendir rétthafar þurfa innlendan (ekki endilega íslenskan þó) tengilið rétthafa.

Síðast en ekki síst þá leggjum við til að hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna.
Það er ekki lengur réttlætanlegt að tilkynna um þetta fyrirfram. Menn geta haft ýmsar gildar ástæður fyrir því að skrá lén, án þess að það sé strax tilkynnt opinberlaga.

Ýmsar aðrar léttvægari breytingar eru á döfinni og verður tilkynnt um þær síðar.

---

Umræða um þessar breytingar fara fram á https://lists.isnic.is/archives/list/domain@lists.isnic.is/2007/8/

Umræða og upplýsingaveita um lénamál á Íslandi er að finna á póstlista domain@lists.isnic.is.
Upplýsingar um hvernig á að skrá sig á listann og afskrá sig ef svo ber undir er að finna á vefslóð https://lists.isnic.is/mailman3/lists/domain.lists.isnic.is/.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received