Aug 29, 2019

Aug 29, 2019

Töf í prentun reikninga

Kerfið sem sér um að prenta og senda reikninga með tölvupósti og burðarpósti var bilað dagana 2. til 11. ágúst. Sumir reikningar voru því ekki prentaðir á tilsettum tíma þessa daga.

Hafði þetta eingöngu áhrif á þá viðskiptavini sem taka við greiðsluseðlum; viðskiptavinir sem greiða með korti eða eru í rafrænni skeytamiðlun voru afgreiddir á réttum tíma.

Undirliggjandi bilun var lagfærð 11. ágúst, en þá yfirsást tæknimönnum að reikningar hefðu ekki verið sendir. Bætt var úr þessu í gær, þann 28. ágúst voru tölvupóstar sendir og þann 29. ágúst fóru pappírsreikningar í póst.

Til að hindra að þetta endurtaki sig í framtíðinni, vinnur kerfisdeild nú að því að endurbæta sjálfvirkt eftirlit með prentbiðröðinni.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received