Nov 20, 2019

Nov 20, 2019

Truflanir á þjónustu ISNIC

Ýmis þjónustukerfi ISNIC, önnur en DNS þjónustan, voru niðri í rúma klukkustund í dag á milli um kl. 14:20 og 15:32, sem leiddi til þess að ekki var hægt að skrá lén í gegnum EPP-þjónustuna, eða nýskrá notanda á vef ISNIC. Þá var tölvupóstur til og frá ISNIC stopp, eða mjög hægur, á þessum tíma. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Truflanir og bilanir sem þessar hafa aldrei áhrif á grunn-DNS-þjónustu ISNIC, enda er henni varpað (any-cast) og hún veitt á og frá tugum staða vítt og breytt um heiminn.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received