Dec 31, 2019

Dec 31, 2019

Gleðilegt nýtt ár!

Starfsfólk ISNIC óskar viðskiptamönnum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það liðna.

12.581 .is-lén voru nýskráð á árinu 2019, sem er met. Allt árið í fyrra voru nýskráð 7.725 lén. Vöxur nýskráninga milli ára er því um 50%. Á móti nýskráningum koma afskráð lén (eyðingar) sem einnig eru, eðli málsins samkvæmt, í hæstu hæðum.

Nettófjölgun léna á árinu 2019 reyndist 4.188 lén móti 2.126 lénum árið 2018. Þetta er góð fjölgun, en þó talsvert undir metárinu 2013 þegar nettóaukningin var 5.216 lén!

Heildarfjöldi virkara .is-léna náði 70.000 lénum í nóvember sl. Þótt okkur kunni að þykja þetta mikill fjöldi er .is-lénið (enn) á meðal minnstu landsléna á gjörvöllu Internetinu.

Sjá nánar undir Tölulegar upplýsingar

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received