May 12, 2020

May 12, 2020

Góður gangur í nýskráningum léna.

Nýskráningar léna hafa tekið kipp undanfarið, sem sýnir að athafnamenn og -konur eru með ýmislegt á prjónunum. Eðli málsins samkvæmt eru afskráningar léna líka margar um þessar mundir, sem aftur skapar tækifæri fyrir aðra. Vefslóð á uppl. um nýskráð og afskrá lén

ISNIC bendir á að lénakaupmenn eru fljótir að nýskrá snjöll og þekkt lén, með von um skammtímagróða, en slíkt er hvorki ólöglegt né óeðlilegt þar sem lifandi markaður er með lén hverju sinni – hérlendis sem erlendis.

Forráðamönnum og bústjórum þrotabúa er bennt á að ástæða kann að vera til að endurnýja lén þekktra fyrirtækja, sem eiga í erfiðleikum, einkum ef vilji stendur til þess að endurreisa þau. Mjög erfitt og kostnaðarsamt getur reynst að vinna tapað lén til sín á ný.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received