Dec 21, 2020

Dec 21, 2020

Hátíðarkveðjur

Starfsfólk ISNIC óskar viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin á árinu sem er að líða.

Skrifstofa ISNIC er lokuð á Gamlársdag og opnar aftur mánudaginn 4. janúar.

Árið 2020 hefur verið félaginu hagfellt, þrátt fyrir allt, og fjöldi nýskráðra léna er þegar kominn í tæp 13.600 lén, en hann var tæplega 12.600 lén allt árið 2019. Nokkuð hefur dregið úr „útflutningi“ á árinu (lén með erlent heimilisfang) en um 1/4 hluti .is-léna er með erlent heimilisfang, langflest á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Nettóaukning léna (nýskráð lén mínus eydd lén) er komin í 5.230 lén á árinu móti 4.207 lén í fyrra.

Mjög góð nettóaukning hefur gert okkur kleift að halda árgjaldi .is-léns óbreyttu, en það hefur aldrei hækkað í rúmlega 30 ára sögu landslénsins. Nýskráning léns kostaði – með 4.450 króna stofngjaldi – kr. 12.450 árið 2007, en það ár var stofngjaldið fellt niður. Árgjald léns, með vsk, er nú aðeins kr. 5.980 m. vsk. og erlent árgjald léns er EUR 29.90 án vsk. Vegna mikilla kostnaðarhækkana undanfarin ár, og á yfirstandi ári sérstaklega, íhugar stjórn ISNIC að hækka árgjald léns um ca. 5% í janúar 2021. Sú hækkun yrði sú í fyrsta í sögu félagsins.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received