Feb 1, 2021

Feb 1, 2021

Ágætt rekstrarár að baki

Aðalfundur Internets á Íslandi hf. var haldinn föstud. 29. janúar, en ISNIC er yfirleitt fyrst hlutafélaga landsins til að halda aðalfund og skila inn ársreikning til Skattsins ár hvert. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og mun betur en útlit var fyrir á vormánuðum þess, í kjölfar settra takmarkana v. Covid 19.

Eins og hjá mörgum „netfyrirtækjum“ var haustið góður tími fyrir ISNIC, en tekjuvöxtur milli ára reyndist þó aðeins 1% (úr 326 mkr. í 352 mkr.). Hins vegar jukust rekstrargjöld félagsins um 18% á árinu – mest vegna stóraukins launakostnaðar, sem var að mestu tilkominn vegna fjölgunar stöðugilda, en einnig vegna fjárfestinga og breytinga í tæknilegri uppbyggingu starfseminnar. Hagnaður félagsins dróst því saman um 13% frá árinu 2019 og reyndist tæp 91 mkr.

Hjá ISNIC starfa um 12 manns að jafnaði í um 9 stöðugildum skv. ársreikningi. Í stjórn félagsins sitja 5 manns og einn varamaður og var hún endurkjörin óbreytt. Hluthafar félagsins eru 21 að tölu, en voru um 70 við stofnun þess árið 1995.

Hægt er nálgast ársreikning ISNIC á skrifstofu félagsins og á https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ innan nokkurra daga.

Jens Pétur Jensen, framkv.stj.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received