Feb 16, 2021

Feb 16, 2021

RIX stækkaður í 100Gbs

RIX internet-skiptistöðin (Reykjavik Internet eXchange) hefur verið stækkuð í 100 Gbs og einnig hefur þriðja tengipunktinum verið bætt við, sem er í Múlastöð, Ármúla 25, Reykjavík, í kerfissal sem gengur undir nafninu „hótelið“ og rekinn er af Mílu.

Þriðji tengipunkturinn. 100Gbs netskiptir hefur einnig verið settur upp í Tæknigarði (TG) og því býður RIX framvegis upp á 100Gbs tengingar bæði í TG og í Múla. Eldri skiptarnir, sem buðu hæst upp á 10Gbs tengingar, verða áfram í boði, ásamt auðvitað 1Gbs tengingum fyrir smæstu aðilana, í KT (Katrínartúni) og TG.

Hringtenging RIX-netsins. Allir þrír nettengipunktar RIX.is eru nú samtengdir, þannig að tenging á einum punkti gerir tengdum aðilum kleift að senda og taka á móti umferð frá öllum sem tengjast RIX – burtséð frá því hvar þeir tengjast. Margir aðilar að RIX kjósa að tengjast á fleiri en einum stað, til að auka enn frekar á öryggi netumferðar sinnar.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received