Jul 15, 2021

Jul 15, 2021

Lög um íslensk lén

Alþingi samþykkti í maí sl. lög um íslensk landshöfuðlén (lög nr. 54/2021). Lögin fjalla fyrst og fremst um heimildir og hlutverk „skráningarstofu“, sbr. II. kafla laganna, og hins vegar um skráningu léna, sbr. III. kafla.

Skv. lögunum ber ISNIC að setja reglur um lénaskráningu. Um skráningu léna er fjallað í 9. gr. og í 10.-11. gr. er fjallað um ráðstafanir á borð við lokun og læsingu léna.

Gildandi reglur ISNIC um lénaskráningu sæta nú endurskoðun, sem einkum miðar að því að tryggja samræmi þeirra við hin nýsamþykktu lög og kveða með skýrari hætti á um verklag og ráðstafanir vegna rangra eða ófullnægjandi lénaskráninga, eða vísbendinga þar um.

SDJ

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received