Feb 17, 2022

Feb 17, 2022

Uppfærðar reglur um lénaskráningu

Vorið 2021 samþykkti Alþingi í fyrsta sinn sérstök lög um íslensk landshöfuðlén, lög nr. 54/2021. Þau byggja öðru fremur á áratuga gömlum reglum ISNIC um lénaskráningar. Starfsfólk ISNIC, ásamt tveimur sérfræðingum, hefur nú lokið vinnu við að uppfæra reglurnar m.t.t. laganna og breytinga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Engar mikilvægar efnislegar breytingar, sem eru íþyngjandi fyrir hinn almenna rétthafa léna, hafa þó átt sér stað. Uppsetningu reglnanna hefur verið breytt til móts við lögin og orðalag stytt og snyrt.

Vinsamlega lesið nýju reglurnar yfir og sendið okkur athugasemdir, eða ábendingar, ef einhverjar eru. Fyrirhugað er að stjórn ISNIC afgreiði reglurnar á fundi sínum í lok apríl 2022 og taka þær þá þegar gildi.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received