Sep 7, 2022

Sep 7, 2022

ISNIC í hlaðvarpsþættinum Pyngjunni.

Fjallað var á léttum nótum um ISNIC í hlaðvarpsþættinum Pyngjan sl. mánudag. Umfjöllunin var hress og skemmtileg og ólík umfjöllun fjölmiðla um ISNIC. Þó var eitthvað um rangfærslur – eins og gerist og gengur í umfjöllunum um ISNIC. T.d. var starfsemi ISNIC lýst sem „náttúrulegri einokun“, sem ekki gengur upp – hagfræðilega séð. Náttúruleg einokun er þegar allar aðrar þekktar aðferðir til að veita sömu eða eins þjónustu, leiða til minni velferðar.

Dæmi um náttúrulega einokun er t.d. þjónusta Veitna (vatns- og fráveita) og þjónusta Vegagerðarinnar (vegakerfið). Nær væri að tala um að ISNIC væri „tæknilegur einokunaraðili“, því tæknilega séð getur aðeins einn aðili séð um grunnnafnaþjónustuna (DNS) fyrir eitt og sama höfuðlénið. Hins vegar mætti nær örugglega ná fram meiri hagræðingu (og þar með aukinni velferð) í rekstri höfuðlénsins ef t.d. Verisign Inc. yrði falið að sjá um reksturinn á „.is“ – auk þess að sjá um „.com“ og fleiri höfuðlén.

Á fimmtudag mun starfsmaður ISNIC setjast niður með hlaðvarpsstjórnendum Pyngjunnar og fara yfir helstu misfærslurnar sem fram komu og slá á létta strengi. Samtalið verður að sjálfsögðu tekið upp og birt í nýjum þætti í lok vikunnar.

Þáttinn má finna á hlaðvarpsveitum undir nafninu Pyngjan, þátturinn heitir Ársreikningar: ISNIC.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received