Jun 12, 2008

Jun 12, 2008

Vorhreingerning í Whois .IS

ISNIC er í tiltektarham og hvetur nú rétthafa (eigendur) léna til að skoða skráningarskírteini lénanna með því að skrifa lénið, ásamt .is-endingunni, inn í Whois leitargluggann efst til hægri hér á forsíðunni. Samkvæmt reglum ISNIC um skráningu .is léna er rétthafinn ábyrgur fyrir því að upplýsingarnar um lénið í rétthafaskránni (Whois) séu réttar á hverjum tíma. Skáningarskírteini lénsins inniheldur m.a. upplýsingar um rétthafann og tengiliði lénsins gagnvart ISNIC. Athugið að tengiliður rétthafa hefur full umráð yfir léninu. Hann getur t.d. umskráð það yfir á annan rétthafa (þ.e.a.s. skipt um eiganda). Í flestum tilfellum ætti því rétthafinn einnig að vera skráður tengiliður rétthafa.

Öryggismál Mikið öryggi .is léna hvílir m.a. á því að upplýsingarnar í Whois-grunninum séu réttar á hverjum tíma. Aðeins þannig má fullvissa sig um hvaða aðilar standa að baki upplýsingum sem berast í tölvupósti, eða birtast á vef tengdu viðkomandi léni. ISNIC hefur metnað til að viðhalda háu öryggi og gæðum .is léna. Vorhreingerningin í Whois grunninum er liður í þeirri viðleitni. Meira um öryggismál .is léna í næstu viku. /jpj.

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received