News ➜
Jul 7, 2008
➜ NIC-auðkennið er notendanafnið hjá ISNIC
Jul 7, 2008
NIC-auðkennið er notendanafnið hjá ISNIC
Til þess að skráð sig inn á vef ISNIC þarf maður að vita NIC-auðkennið, sem er notendanafn allra skráðra tengiliða í ISNIC-kerfinu. NIC-auðkennin koma fram á
skáningarskírteini lénsins, en það er að finna undir Whois leitarglugganum efst til hægri hér á forsíðu ISNIC. Til þess að finna NIC-auðkennið þarf að skrifa lénið ásamt .is endingunni inn í Whois leitargluggann. Hafi lykilorðið gleymst (sem er auðvitað tilfellið hjá flestum) nægir að smella á tengilinn
Týnt lykilorð og skrifa inn NIC-auðkennið, og opna síðan tölvupóstinn sem berst frá ISNIC og smella á slóðina í honum. Margir nota
Týnt lykilorð í hverri innskráningu, í stað þess að reyna að muna lykilorðið. Það er bæði einfallt og öruggt!
ISNIC hvetur rétthafa léna til að vera sjálfir tengiliðir sinna léna og uppfæra ávallt upplýsingar í Whois-grunninum verði breytingar á högum tengiliða lénsins. Réttar og áreiðanlegar upplýsingar í Whois-gagnagrunni ISNIC er ein mikilvægasta forsendan fyrir miklu trausti og trúverðugleika .is léna.