.is

Gefðu upp nöfn a.m.k. tveggja nafnaþjóna sem þú vilt prófa. Þeir þurfa að vera skráðir hjá ISNIC, virkir og lénið uppsett á þeim. Nöfn þjónanna ættu að vera þau sömu og auglýst eru í NS færslum lénsins.

Uppsetningarkröfur léna

Uppsetning léns undir höfuðléni ".is" verður að uppfylla eftirfarandi:

  1. Tveir eða fleiri virkir nafnaþjónar tilgreindir fyrir lén:
    1. Allir nafnaþjónar uppfylli tæknileg skilyrði
    2. Allir svari rétt og eins (skili sömu upplýsingum) fyrir umbeðið lén
    3. Allir nafnaþjónar séu skráðir hjá ISNIC
  2. SOA færslur léns rétt upp settar:
    1. Samsvörun verður að vera milli uppgefins aðalnafnaþjóns og tilsvarandi sviðs í SOA færslu
    2. Netfang þess sem ber ábyrgð á DNS þarf að vera í lagi og virkt
    3. Tímar (hressingar-, endurtekningar- og úreldingartímar) í samræmi við RFC1912 (grein 2.2)
  3. NS færslur léns rétt upp settar:
    1. NS færslur léns séu í samræmi við skráningar í kerfi ISNIC
    2. Sjálfgefinn selgeymslutími (TTL, Time-To-Live) fyrir NS færslur má ekki vera styttri en sólarhringur (86400 sek)

Biðvistun gallaðra léna

Komi fram við mánaðarlega könnun að lén uppfylli ekki tæknilegar uppsetningarkröfur, er eftirfarandi ferli fylgt:

  1. Skilaboð þar að lútandi eru send vikulega með tölvupósti til tengiliða. Fyrst tengilið vistunaraðila, síðan eru tæknilegum tengilið bætt við því næst tengilið rétthafa. Að lokum er rétthafa svo einnig bætt við.
  2. Sé ástandið viðvarandi, samfellt í 8 vikur, verður léni lokað: það merkt óvirkt í rétthafaskrá og fjarlægt úr DNS zone skrám ".is".
  3. Eftir að lén hefur verið óvirkjað er ástand þess kannað daglega og það virkjað ef uppsetning hefur verið lagfærð.
  4. Eftir aðra 30 daga er lénið sjálfvirkt flutt á biðsvæði ISNIC (skráningu nafnaþjóna fyrir lénið breytt).

Ef uppsetning er lagfærð, áður lén flyst á biðsvæði, þarf ekkert frekar að aðhafast til að nýta lénið.

Ef uppsetning er hinsvegar lagfærð eftir að lén er komið á biðsvæði, þá þarf tengiliður að skrá sig inn og nota vefkerfi ISNIC til að flytja lénið af biðsvæði yfir á rétta nafnaþjóna.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin