Vinsamlega athugið að hér er einungis hægt að prófa hvort lén
lén sem enda ".is" eru sett upp samkvæmt
kröfum ISNIC
á uppgefnum nafnaþjónum.
Uppsetningarkröfur léna
Uppsetning léns undir höfuðléni ".is" verður að uppfylla eftirfarandi:
- Tveir eða fleiri virkir nafnaþjónar tilgreindir fyrir lén:
- Allir nafnaþjónar uppfylli
tæknileg skilyrði
- Allir svari rétt og eins (skili sömu upplýsingum) fyrir
umbeðið lén
- Allir nafnaþjónar séu
skráðir hjá ISNIC
- SOA færslur léns rétt upp settar:
- Samsvörun verður að vera milli uppgefins aðalnafnaþjóns
og tilsvarandi sviðs í SOA færslu
- Netfang þess sem ber ábyrgð á DNS þarf að vera í lagi og virkt
- Tímar (hressingar-, endurtekningar- og úreldingartímar) í
samræmi við RFC1912 (grein 2.2)
- NS færslur léns rétt upp settar:
- NS færslur léns séu í samræmi við skráningar í kerfi ISNIC
- Sjálfgefinn selgeymslutími (TTL, Time-To-Live) fyrir NS færslur
má ekki vera styttri en sólarhringur (86400 sek)