Vinsamlega athugið að hér er einungis hægt að prófa hvort lén lén sem enda ".is" eru sett upp samkvæmt kröfum ISNIC á uppgefnum nafnaþjónum.

Prófa uppsetningu léns

Gefðu upp nöfn a.m.k. tveggja nafnaþjóna sem þú vilt prófa. Þeir þurfa að vera skráðir hjá ISNIC, virkir og með umræddu léni uppsettu. Nöfn þjónanna ættu að vera þau sömu og auglýst eru í NS færslum lénsins.

Uppsetningarkröfur léna

Uppsetning léns undir höfuðléni ".is" verður að uppfylla eftirfarandi:

  1. Tveir eða fleiri virkir nafnaþjónar tilgreindir fyrir lén:
    1. Allir nafnaþjónar uppfylli tæknileg skilyrði
    2. Allir svari rétt og eins (skili sömu upplýsingum) fyrir umbeðið lén
    3. Allir nafnaþjónar séu skráðir hjá ISNIC
  2. SOA færslur léns rétt upp settar:
    1. Samsvörun verður að vera milli uppgefins aðalnafnaþjóns og tilsvarandi sviðs í SOA færslu
    2. Netfang þess sem ber ábyrgð á DNS þarf að vera í lagi og virkt
    3. Tímar (hressingar-, endurtekningar- og úreldingartímar) í samræmi við RFC1912 (grein 2.2)
  3. NS færslur léns rétt upp settar:
    1. NS færslur léns séu í samræmi við skráningar í kerfi ISNIC
    2. Sjálfgefinn selgeymslutími (TTL, Time-To-Live) fyrir NS færslur má ekki vera styttri en sólarhringur (86400 sek)
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin

Veftré
Fara upp