12. des. 2000

12. des. 2000

Flutningur léna - flutningsgjald

Vegna áskorana hefur verið ákveðið að allir sem óska eftir flutningi á léni geti valið um hvort greiðslumáti á flutningsgjaldi er staðgreiðsla eða samkvæmt reikningi eftirá. Flutningur verður því framkvæmdur hvort sem búið er að greiða flutningsgjald eður ei. Ef flutningsgjald er ógreitt 15. dag mánaðar eftir flutning er viðkomandi sendur reikningur.

Þetta fyrirkomulag mun þó aðeins gilda þar til mögulegt verður að flytja lén á vefrænan máta á vef ISNIC. Nánar verður tilkynnt um slíkt fyrirkomulag innan tíðar.

Þá hefur flutningsgjald verið skilgreint nánar en þetta gjald er eingöngu gjaldfært þegar breyting á nafnaþjóni eða nafnaþjónum á sér stað við flutning á léni.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin