16. sep. 2009

16. sep. 2009

Sjálfvirk endurnýjun lénsins eykur öryggið

Fyrir kemur að lén renna sjálfkrafa út vegna þess að láðst hefur að greiða árgjald lénsins. Við það stöðvast bæði tölvupóstur og vefurinn, með tilheyrandi óþægindum. ISNIC-kerfið býður þeim sem vilja greiða árgjaldið með greiðslukorti að setja lénin í sjálfvirka endurnýjun sem er nýleg þjónusta, sem sífellt fleiri rétthafar léna kjósa að nýta sér.

Árgjald .IS-léna er kr. 7.918 m. vsk. og hefur ekki breyst frá árinu 2000. Gjaldið hefur því lækkað um nær 40% að raungildi ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs. Ekkert stofngjald er lengur innheimt af nýjum lénum.

Fjölgun léna, ásamt aukinni skilvirkni hjá ISNIC, hefur hingað til staðið undir kostnaðarhækkunum. Ekki stendur til að hækka árgjaldið og því leitar ISNIC sífellt leiða til að auka skilvirkni enn meir og spara kostnað. Sjálfvirk endurnýjun árgjaldsins minnkar líkurnar á því að lénið lokist vegna vanskila, eða vegna þess að greiðsluseðillinn berst ekki réttum aðila.

Skoðið skráningu lénsins með því að rita nafn þess í Whois-leitargluggann efst til hægri og leiðréttið skráninguna ef þurfa þykir. "NIC-auðkennið" er notendanafn lésins í ISNIC-kerfinu. Smellið á "týnt lykilorð" (efst) og fylgið leiðbeiningunum á skjánum ef lykilorðið er glatað.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin