29. sep. 2009

29. sep. 2009

Tengiliður rétthafa hefur tögl og hagldir á léninu

Af gefnu tilefni er athygli rétthafa léna vakin á því að svonefndur "tengiliður rétthafa" (í ISNIC kerfinu) getur breytt öllum skráningarupplýsingum lénsins. Tengiliður rétthafa vinnur í umboði rétthafans og getur sem slíkur t.d. skipt um rétthafa lénsins (þ.e. fært lénið frá einum "eiganda" til annars). Rétthafar léna ættu því í flestum tilvikum að vera sínir eigin tengiliðir.
Í tilviki fyrirtækja fer best á því að framkvæmdastjóri, eða jafnvel stjórnarformaður sé skráður tengiliður lénsins. Lén fyrirtækja og stofnana er oft á tíðum afar verðmæt "eign" og því er mikilvægt að skráningin hjá ISNIC sé rétt.

Rétthafar léna eru hvattir til að skoða skráningu lénsins með því að rita nafn þess (með .is endingunni) inn í Whois leitargluggann efst til hægri hér á forsíðu ISNIC vefjarins og smella á "Áfram".

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin