There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

23. mar. 2010

Google Apps kynnt 17. hæðinni

Ráðgjafafyrirtækið Atmos ehf. heldur kynningu miðvikudaginn 24. mars kl. 16.00 í nýjum og fyrirlestrarsal ISNIC á hugbúnaðarþjónustu sem kallast "Google Apps Premier Edition". Kynningin verður á 17. hæðinni í Höfðaturninum við Borgartún í Reykjavík. Hún er ókeypis og er fyrir alla sem hafa áhuga á að nýta sér hugbúnað Google á Internetinu.

Atmos ehf er vottaður endursölu- og þjónustuaðili fyrir Google Apps og mun í framhaldi kynningarinnar bjóða upp á námskeið í notkun og innleiðingu á Google hugbúnaðarþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við ISNIC, sem er umhugað um að allir geti nýtt sér Internetið með hagkvæmum hætti.

Kynningin er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Í leiðinni gefst tækifæri á að skoða nýjar höfuðstöðvar Internets á Íslandi hf. og njóta um leið útsýnisins af 17. hæðinni, sem er óviðjafnanlegt!

Veftré
Fara upp