28. maí 2010

28. maí 2010

.IS lénið á Facebook

Hægt er að láta ISNIC kerfið vísa .IS lénininu (fyrirspurnum á lénið) beint inn á Facebook með því að nota "Áframsendingu veffangs", eins og þjónustan heitir í ISNIC-kerfinu.

Þeir sem eiga lén á biðsvæði ISNIC, en enga heimasíðu, eða þeir sem eiga Facebooksíðu og langar að skrá sitt eigið .IS-lén, geta nýtt sér þjónustuna.

Áframsending veffangs (e. web forwarding) hjá ISNIC er takmörkuð "redirect" þjónusta og sem slík innifalin í árgjaldi lénsins. Þjónustan hentar einnig vel fyrir þá sem vilja vísa aukalénum á einn og sama vefinn, t.d. lén með séríslenskum stöfum (svokölluð IDN lén).

Gangi ykkur vel í sumar - ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin